Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 07:36 Örtröð myndaðist við gríska banka um helgina þegar almenningur reyndi að taka út eins mikið fé og hægt var. vísir/getty Fjármálamarkaðir um allan heim leika á reiðiskjálfi vegna ástandsins í Grikklandi. FTSE 100-vísitalan lækkaði um meira 150 stig, eða um meira en 2 prósent, þegar markaðir í London opnuðu í morgun. Þá varð enn meiri lækkun á mörkuðum í Frakklandi og Þýskalandi, eða um 4 prósent. Hlutabréfaverð í evrópskum bönkum féll um allt að 10 prósent, að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Í nótt var mikill órói á mörkuðum í Asíu. Nikkei-vísitalan í Tókýo lækkaði um 3 prósent og í Hong Kong lækkuðu hlutabréf um 2,5 prósent. Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram. Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Grikklands sendi frá sér kemur fram að það sé gríðarlega nauðsynlegt að vernda fjármálakerfi landsins þar sem greiðslugeta þess sé hverfandi. Þá munu Grikkir ekki tekið út meira en 60 evrur á dag af bankareikningum sínum, eða um 8.800 krónur. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Grikklandi þann 5. júlí næstkomandi um kröfur lánadrottna gríska ríkisins. Á morgun á gríska ríkið svo að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem það á ekki fyrir. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjármálamarkaðir um allan heim leika á reiðiskjálfi vegna ástandsins í Grikklandi. FTSE 100-vísitalan lækkaði um meira 150 stig, eða um meira en 2 prósent, þegar markaðir í London opnuðu í morgun. Þá varð enn meiri lækkun á mörkuðum í Frakklandi og Þýskalandi, eða um 4 prósent. Hlutabréfaverð í evrópskum bönkum féll um allt að 10 prósent, að því er fram kemur í frétt á vef Guardian. Í nótt var mikill órói á mörkuðum í Asíu. Nikkei-vísitalan í Tókýo lækkaði um 3 prósent og í Hong Kong lækkuðu hlutabréf um 2,5 prósent. Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram. Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Grikklands sendi frá sér kemur fram að það sé gríðarlega nauðsynlegt að vernda fjármálakerfi landsins þar sem greiðslugeta þess sé hverfandi. Þá munu Grikkir ekki tekið út meira en 60 evrur á dag af bankareikningum sínum, eða um 8.800 krónur. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Grikklandi þann 5. júlí næstkomandi um kröfur lánadrottna gríska ríkisins. Á morgun á gríska ríkið svo að standa skil á 1,6 milljarða evra láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem það á ekki fyrir.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46 Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30 Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24 Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Grikkir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu Þjóðin mun ákveða hvort að taka eigi tillögum kröfuhafa Grikklands. 26. júní 2015 23:46
Þjóðaratkvæðagreiðsla um virðingu von og áframhald lýðræðis Bankar í Grikklandi verða ekki opnir á morgun og þeir eiga ekki fyrir risavaxinni afborgin til AGS á þriðjudag. 28. júní 2015 18:30
Sagði „mögulega best“ fyrir Grikki að yfirgefa evrusamstarfið David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta við leiðtoga Evrópusambandsins. 26. júní 2015 19:24
Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Ekkert samkomulag náðist milli fulltrúa Grikkja og lánadrottna þeirra í Brussel fyrr í dag. 26. júní 2015 16:27