Rafmagnsbíll vann Pikes Peak klifurkeppnina Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 09:20 Rhys Millen á leið upp Pikes Peak. Líkt og flestir höfðu spáð var það Rhys Millen á rafmagnsbíl sem hafði sigur í klifurkeppninni þekktu, Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í 93 ára sögu keppninnar sem rafmagnsbíll hefur sigur. Sigur Millen var býsna öruggur og tími hans 9:07,22 en næsti bíll á eftir kom á 9:32,40 og var sá bíll líka eingöngu knúinn rafmagni. Þessi sigurtími Millen er samt afar langt frá best tíma sem náðst hefur í þessari keppni, en Sebastian Loeb náði fyrir tveimur árum tímanum 8:13,88, eða næstum heilli mínútu á undan Millen. Því má segja að þessu sinni hafi ekki eins öflugir bílar og ökumenn mætt til keppni og þegar Loeb setti þetta met fyrir tveimur árum. Ennfremur staðfesta þessi úrslit í ár að rafmagnsbílar eiga enn eitthvað í land með að ná alöflugustu bílum með brunavélar, aðallega vegna þyngdar rafhlaðanna í þeim. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Líkt og flestir höfðu spáð var það Rhys Millen á rafmagnsbíl sem hafði sigur í klifurkeppninni þekktu, Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í 93 ára sögu keppninnar sem rafmagnsbíll hefur sigur. Sigur Millen var býsna öruggur og tími hans 9:07,22 en næsti bíll á eftir kom á 9:32,40 og var sá bíll líka eingöngu knúinn rafmagni. Þessi sigurtími Millen er samt afar langt frá best tíma sem náðst hefur í þessari keppni, en Sebastian Loeb náði fyrir tveimur árum tímanum 8:13,88, eða næstum heilli mínútu á undan Millen. Því má segja að þessu sinni hafi ekki eins öflugir bílar og ökumenn mætt til keppni og þegar Loeb setti þetta met fyrir tveimur árum. Ennfremur staðfesta þessi úrslit í ár að rafmagnsbílar eiga enn eitthvað í land með að ná alöflugustu bílum með brunavélar, aðallega vegna þyngdar rafhlaðanna í þeim.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent