Fótbolti

Arda Turan: Umboðsmaðurinn í viðræðum við 3-4 félög

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arda með Marcelo á hælunum í Madrídar-slag Atletico og Real í vetur.
Arda með Marcelo á hælunum í Madrídar-slag Atletico og Real í vetur. vísir/getty
Arda Turan, leikmaður Atletico Madrid, segir að umboðsmaður sinn sé í viðræðum við nokkur félög.

Arda, sem er 28 ára, hefur leikið með Atletico Madrid síðan 2011 en svo virðist sem hann sé á förum frá félaginu. Enska úrvalsdeildin hefur verið nefnd sem mögulegur áfangastaður Tyrkjans.

„Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við 3-4 félög. Ég læt ykkur vita þegar félagaskipti ganga í gegn,“ sagði Arda á Twitter í gær.

Arda, sem er metinn á 25 milljónir punda, er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Atletico Madrid en hann var í stóru hlutverki þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn og komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra.

Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Atletico Madrid í sumar. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic var seldur til Juventus og Jackson Martínez var fenginn í hans stað frá Porto.

Þá er liðið búið að festa kaup á argentínska framherjanum Luciano Vietto frá Villarreal.


Tengdar fréttir

Jackson Martinez til Atletico Madrid

Jackson Martinez, framherji Porto, staðfesti eftir leik Kólumbíu og Argentínu í gær að hann væri á leiðinni til Atletico Madrid. Þetta staðfesti hann í viðtali eftir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×