Bubba hlustar ekki á ráð frá áhorfendum Kári Örn Hinriksson skrifar 29. júní 2015 23:30 Bubba Watson er litríkur persónuleiki. Getty Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira