Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:40 Birkir Bjarnason á æfingu í dag. vísir/ernir Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00
Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28
Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30