Lars: Væri að ljúga ef ég segði við ættum ekki góðan möguleika Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 21:58 Vísir/Ernir Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira