Golden State í lykilstöðu | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 07:41 Kóngur í ríki sínu. Golden State vann í nótt með Steph Curry fremstan í flokki. Vísir/Getty Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins: NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins:
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins