Golden State í lykilstöðu | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2015 07:41 Kóngur í ríki sínu. Golden State vann í nótt með Steph Curry fremstan í flokki. Vísir/Getty Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins: NBA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í körfubolta aðra nótt eftir sigur liðsins á Cleveland Cavaliers í fimmta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Golden State er þar með komið með 3-2 forystu í rimmunni en Cleveland getur knúið fram oddaleik með sigri á heimavelli aðfarnótt miðvikudags. Steph Curry fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur í þrettán tilraunum. Hann átti nokkrar slíkar á lokakafla leiksins er Golden State náði að stinga af og vinna með þrettán stiga mun, 104-91. Hann kom Golden State yfir, 96-86, með þriggja stiga körfu þegar 2:44 mínútur voru eftir en þá hafði hann farið illa með Matthew Dellavedova, sem hringsnerist í kringum þennan ótrúlega leikmann. „Það var skemmtilegt augnablik,“ sagði hann um fögnuðinn sem braust út eftir að hann skoraði. „En það hefur enga meiningu nema að við vinnum titilinn.“ LeBron James átti stórleik. Hann skoraði 40 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í leiknum en það dugði samt ekki til. Alls nýtti hann fimmtán af 34 skotum sínum í leiknum en þetta var hans önnur þrefalda tvenna í lokaúrslitunum. „Ég er með sjálfstraustið í lagi vegna þess að ég er besti leikmaður heims,“ sagði James eftir leikinn og er erfitt að ætla sér að deila við hann um það. Eftir jafnan leik tók Curry leikinn í sínar hendur á lokamínútunum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru, innan þriggja stiga línunnar og fyrir utan - stundum langt fyrir utan. James sagði þó að það sé lítið hægt að gera í því. „Það var farið í hvert einasta skot. Hvernig sem það var. Það er í lagi okkar vegna. Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir bestu skyttu deildarinnar,“ sagði James. Golden State finnur nú lyktina af fyrsta meistaratitli félagsins í 40 ár en Cleveland hefur einnig þurft að bíða lengi. Það er 51 ár síðan að borgin fékk meistaratitil í stórri íþrótt í Bandaríkjunum. Fimmtu leikurinn í rimmunni er gríðarlega mikilvægur. Síðan að núverandi leikjafyrirkomulag var tekið upp (2-2-1-1-1) hefur liðið sem vann fimmta leikinn í rimmu þar sem staðan var 2-2 unnið titilinn í tólf skipti af fjórtán.Tilþrif Steph Curry: Þreföld tvenna LeBron James: Ótrúlegir þristar Curry og James: Bestu fimm tilþrif leiksins:
NBA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum