Fjölbreytt dagskrá á þjóðhátíðardaginn Bjarki Ármannsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 17. júní 2015 09:41 Frá hátíðarhöldunum á Akureyri fyrir ári. Vísir/Auðunn Skipulögð þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hefst klukkan korter yfir tíu með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í kjölfarið tekur við dagskrá þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veðurspá er sæmileg í borginni, átta gráða hita spáð auk lítillar rigningar. Léttur vindur verður af suð- austri. Hefðbundnir dagskrárliðir eru til staðar, til að mynda ávarp forsætisráðherra og ávarp Fjallkonunnar. Skrúðgöngur verða farnar frá Austurvelli, Hlemmi og Hagatorgi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá Íslendingum að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði hans og konu hans. Barna- og fjölskylduskemmtanir verða annars vegar á Arnarhóli og hins vegar í Hljómskálagarðinum klukkan hálf tvö. Þá verða stórtónleikar á Arnarhóli í dag þar sem fram koma til að mynda Þórunn Antonía, AmabAdamA, Kolrassa krókríðandi og Reykjavíkurdætur. Skipulagðri dagskrá lýkur klukkan tíu í kvöld. 17. júní er fagnað í flestum sveitarfélögum landsins. Dagskráin hefst klukkan 13 á Akureyri og Ísafirði. Á Akureyri leggur skrúðganga af stað úr Lystigarðinum klukkan 13.45 og verður gengið inn á Ráðhústorg þar sem fjölskyldudagskrá undir stjórn Skátafélagsins Klakks hefst klukkan 14. Hægt verður að taka þátt í ratleik á miðbæjarsvæðinu sem skátafélagið Klakkur skipuleggur sem og í skátatívoli í Skátagilinu. Þá munu 200.000 naglbítar, Pétur Örn, Katrín Mist og fleiri koma fram á tónleikum milli 20 og 23.30. Skrúðganga á Ísafirði hefst 13.45, með skátum og lögreglu í broddi fylkingar, en krakkar geta fengið andlitsmálningu í Safnahúsinu frá klukkan 12. Hátíðardagskrá hefst á Eyrartúni klukkan 14 og barnadagskráin klukkan 14.30. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Skipulögð þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hefst klukkan korter yfir tíu með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Í kjölfarið tekur við dagskrá þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veðurspá er sæmileg í borginni, átta gráða hita spáð auk lítillar rigningar. Léttur vindur verður af suð- austri. Hefðbundnir dagskrárliðir eru til staðar, til að mynda ávarp forsætisráðherra og ávarp Fjallkonunnar. Skrúðgöngur verða farnar frá Austurvelli, Hlemmi og Hagatorgi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá Íslendingum að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði hans og konu hans. Barna- og fjölskylduskemmtanir verða annars vegar á Arnarhóli og hins vegar í Hljómskálagarðinum klukkan hálf tvö. Þá verða stórtónleikar á Arnarhóli í dag þar sem fram koma til að mynda Þórunn Antonía, AmabAdamA, Kolrassa krókríðandi og Reykjavíkurdætur. Skipulagðri dagskrá lýkur klukkan tíu í kvöld. 17. júní er fagnað í flestum sveitarfélögum landsins. Dagskráin hefst klukkan 13 á Akureyri og Ísafirði. Á Akureyri leggur skrúðganga af stað úr Lystigarðinum klukkan 13.45 og verður gengið inn á Ráðhústorg þar sem fjölskyldudagskrá undir stjórn Skátafélagsins Klakks hefst klukkan 14. Hægt verður að taka þátt í ratleik á miðbæjarsvæðinu sem skátafélagið Klakkur skipuleggur sem og í skátatívoli í Skátagilinu. Þá munu 200.000 naglbítar, Pétur Örn, Katrín Mist og fleiri koma fram á tónleikum milli 20 og 23.30. Skrúðganga á Ísafirði hefst 13.45, með skátum og lögreglu í broddi fylkingar, en krakkar geta fengið andlitsmálningu í Safnahúsinu frá klukkan 12. Hátíðardagskrá hefst á Eyrartúni klukkan 14 og barnadagskráin klukkan 14.30.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira