Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 10:50 Leikmenn Golden State Warriors um leið og lokaflautið gall. Vísir/Getty Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil. NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors vann þá 105-97 sigur á heimavelli Cleveland Cavaliers en Golden State liðið vann þrjá síðustu leiki sína eftir að hafa skipt um leikstíl og spilað með lávaxnara en jafnframt hreyfanlegra lið. Stephen Curry var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leiknum en var þó ekki valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Þau verðlaun fékk Andre Iguodala sem kom einmitt inn í byrjunarlið Warriors-liðsins þegar liðið var 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. Andre Iguodala skoraði 25 stig í leiknum í nótt eins og Curry en liðsfélagi þeirra, Draymond Green, var með þrennu, skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Andre Iguodala spilaði frábæra vörn í einvíginu og var án vafa X-faktorinn í einvíginu enda leikmaður sem tókst á flug í sókninni þegar Steve Kerr setti hann inn í byrjunarliðið. Iguodala var með 20,3 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum. LeBron James bætti við magnaða tölfræði sína í úrslitaeinvíginu með því að skora 32 stig, taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hann og félagar hans í liðinu virkuðu bensínslausir stóran hluta leiksins en tókst þó að kalla fram smá spennu í lokin með smá spretti þegar þetta var nánast orðið vonlaust. Matthew Dellavedova skoraði bara eitt stig í leiknum og J.R. Smith setti ekki skotin sín niður fyrr en það var orðið of seint. LeBron og félagar voru bara hjálparlitlir á móti breidd og samvinnu Golden State liðsins í lokaleikjunum. „Þetta er sérstakur hópur. Við settum tóninn strax í byrjun með því að leggja mikið á okkur og vinna þetta saman. Við munum minnast þessa kvölds lengi," sagði Stephen Curry eftir leikinn. Steve Kerr gerði Golden State Warriors því að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni. Hann þakkað mönnum eins og þeim Andre Iguodala og David (Lee) sérstaklega fyrir í leikslok en þeir sættu sig báðir við að fara úr byrjunarliðinu og koma inn af bekknum. Golden State Warriors vann alls 83 leiki á tímabilinu og það eru aðeins Chicago Bulls liðin frá 1995-96 og 1996-97 sem hafa unnið fleiri á einu tímabili. Steve Kerr var einmitt leikmaður með báðum þeim liðum. Bið Cleveland borgar eftir titli lengist því enn en atvinnumannaliðin þrjú í borginni, Cavs, Browns (amerískur) Indians (hafnarbolti) hafa nú spilað samtals 144 tímabil í röð án þess að vinna titil.
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira