Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 13:30 Andre Iguodala og Stephen Curry kyssa hér bikarinn. Vísir/Getty Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015 NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015
NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins