Tiger: Ég er á réttri leið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“ Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er þrátt fyrir allt jákvæður eftir fyrsta keppnisdag á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst í gær. Woods spilaði á 80 höggum í gær en það er hans versti árangur á mótinu frá upphafi. Árið 1996 spilaði hann á 77 höggum en þá var hann enn áhugamaður. „Það góða er að ég rústaði þó allavega Ricky í dag,“ sagði Tiger í léttum dúr en Ricky Fowler, sem var með honum í ráshóp, spilaði á 81 höggi. „Ég er auðvitað ekkert mjög ánægður. Þetta var erfiður dagur. Ég verð bara að vinna áfram í mínum málum. En einhverra hluta vegna næ ég ekki að vera jafn stöðugur og ég vildi vera.“ Hann játti því þegar hann var spurður hvort hann teldi sig enn vera á réttri leið. „Þetta er svo auðvelt þegar ég geri allt rétt. Ég þarf bara að gera það mun oftar og byggja á því. Þetta varð niðurstaðan í dag þó svo að ég hafi reynt allt sem ég gat. Svona spilaði ég bara í dag.“ Woods vann síðast á mótinu árið 2008 en missti af því í fyrra vegna bakmeiðsla. Hann segist enn finna fyrir áhrifum þeirra. „Það er auðveldara að koma til baka eftir hnéaðgerðir en aðgerðir á baki. Ég spilaði ekki mikið í fyrra og hef ekki spilað mikið í ár. Einhverra hluta vegna er mun erfiðara að eiga við taug en liðamót.“
Golf Tengdar fréttir Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska Rory McIlroy, besti kylfingur heims, byrjaði ekki vel en það er þó ekkert miðað við raunir Tiger Woods sem situr enn á ný meðal neðstu manna eftir enn eina hræðilega frammistöðu. 19. júní 2015 06:17