Range Rover Sport fljótasti jeppinn Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 13:15 Range Rover Sport má fá með 550 hestafla vél og þannig bíll náði metinu á Nürburgring brautinni. Það er án efa alveg tilgangslaust og jafnvel stórhættulegt að aka jeppa eins hratt og hann kemst, jafnvel þó að aksturinn fari fram á afgirtri keppnisbraut fjarri almennri bílaumferð. En það er nú einu sinni svo að í þessum flokki bíla, jeppaflokki, þarf að láta reyna á sömu lögmál og gilda um aðrar bílgerðir: Þetta snýst um akstursupplifun og löngun til að vita hvað bíllinn geti þegar mest á reynir. Vandlátustu bíleigendurnir vilja margir hverjir bíl sem sameinar ólíka kosti sem alla jafna eru andstæðir pólar: Annars vegar mikla torfærugetu og hins vegar botnlausan kraft og þægindi. Og það er einmitt þetta sem hinn nýi Range Rover Sport sameinar að mati norska bílablaðamannsins Knut Skogstad sem sagði á dögunum frá bíltúr akstursíþróttamanna framleiðandans á þýsku kappakstursbratinni í Nürburgring. Þeir vildu komast á því hversu fljótur jeppinn yrði að fara hringinn, en Nürburgring er þekkt fyrir krefjandi aðstæður og er talin vera ein hættulegasta braut í heimi sem jafnframt opin er almenningi. Bíllinn sem valinn var til tilraunarinnar var með fimm lítra V8 bensínvél sem skilar 550 hestöflum. Skemmst er frá því að segja að þeim tókst að komast hringinn á aðeins 8 mínútum og 14 sekúndum og var staðfest í kjölfarið að enginn fullvaxinn jeppi hafi verið jafnfljótur til þessa á Nürburgring. Að vísu var ekki um stórvægilegt met að ræða því aðeins munar einni sekúndu frá fyrra meti sem slegið var á Porsche Macan Turbo. En niðurstaðan er semsé sú að enn hefur engum jeppa í fullri stærð verið ekið hringinn í Nürburgring hraðar en Range Rover Sport. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent
Það er án efa alveg tilgangslaust og jafnvel stórhættulegt að aka jeppa eins hratt og hann kemst, jafnvel þó að aksturinn fari fram á afgirtri keppnisbraut fjarri almennri bílaumferð. En það er nú einu sinni svo að í þessum flokki bíla, jeppaflokki, þarf að láta reyna á sömu lögmál og gilda um aðrar bílgerðir: Þetta snýst um akstursupplifun og löngun til að vita hvað bíllinn geti þegar mest á reynir. Vandlátustu bíleigendurnir vilja margir hverjir bíl sem sameinar ólíka kosti sem alla jafna eru andstæðir pólar: Annars vegar mikla torfærugetu og hins vegar botnlausan kraft og þægindi. Og það er einmitt þetta sem hinn nýi Range Rover Sport sameinar að mati norska bílablaðamannsins Knut Skogstad sem sagði á dögunum frá bíltúr akstursíþróttamanna framleiðandans á þýsku kappakstursbratinni í Nürburgring. Þeir vildu komast á því hversu fljótur jeppinn yrði að fara hringinn, en Nürburgring er þekkt fyrir krefjandi aðstæður og er talin vera ein hættulegasta braut í heimi sem jafnframt opin er almenningi. Bíllinn sem valinn var til tilraunarinnar var með fimm lítra V8 bensínvél sem skilar 550 hestöflum. Skemmst er frá því að segja að þeim tókst að komast hringinn á aðeins 8 mínútum og 14 sekúndum og var staðfest í kjölfarið að enginn fullvaxinn jeppi hafi verið jafnfljótur til þessa á Nürburgring. Að vísu var ekki um stórvægilegt met að ræða því aðeins munar einni sekúndu frá fyrra meti sem slegið var á Porsche Macan Turbo. En niðurstaðan er semsé sú að enn hefur engum jeppa í fullri stærð verið ekið hringinn í Nürburgring hraðar en Range Rover Sport.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent