Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Eirikur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 18:28 Geir Þorsteinsson á blaðamannafundi KSÍ með Sepp Blatter árið 2012. Vísir/Pjetur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04
Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00
FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15
Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50
Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47