Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Eirikur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 18:28 Geir Þorsteinsson á blaðamannafundi KSÍ með Sepp Blatter árið 2012. Vísir/Pjetur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Sjá meira
Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04
Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00
FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15
Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50
Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47