Sætir Blatter rannsókn hjá FBI? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 22:48 Sepp Blatter. Vísir/Getty Fréttastofa ABC í Bandaríkjunum hefur heimildir fyrir því að Sepp Blatter, fráfarandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, sé í hópi þeirra sem er grunaður um spillingu í rannsókn bandarískra yfirvalda. Saksóknarar í Bandaríkjunum létu handtaka sjö hátt setta aðila í FIFA í síðustu viku, aðeins tveimur dögum fyrir ársþing sambandsins þar sem Blatter var endurkjörinn forseti. Hann tilkynnti svo í dag, fjórum dögum eftir endurkjörið, að hann muni stíga til hliðar um leið og hægt verður að kjósa nýjan forseta. Yfirvöld í Sviss segja að Blatter liggi ekki undir grun vegna þeirra spillingarmála sem hafa verið til rannsóknar. ABC hefur hins vegar heimildir fyrir því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sé að rannsaka Blatter í tengslum við málið sem leiddi til aðgerðanna í síðustu viku. Alls voru fjórtán aðilar sakaðir um að hafa átt beinan þátt að spillingu og mútumálum innan FIFA þar sem atkvæði gengu kaupum og sölum þegar kom að því að ákveða hvar stórmót í knattspyrnu skyldu haldin. Blatter hefur ekki verið í nefndur opinberlega sem aðili sem liggur undir grun í rannsókn FBI og því hafa yfirvöld vestanhafs neitað að tjá sig um málið. Einn heimildamaður ABC sagði tíminn væri að renna út fyrir Blatter. „Nú koma fram sífellt fleiri aðilar fram sem vilja bjarga eigin skinni. Það er bara tímaspursmál þar til einhver þeirra rýfur trúnað við Blatter og leysir frá skjóðunni.“ Fótbolti Tengdar fréttir Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Formaður KSÍ segir að tíðindi dagsins hafi komið sér á óvart, enda Sepp Blatter nýbúinn að fá endurkjör sem forseti FIFA. 2. júní 2015 18:28 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Fréttastofa ABC í Bandaríkjunum hefur heimildir fyrir því að Sepp Blatter, fráfarandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, sé í hópi þeirra sem er grunaður um spillingu í rannsókn bandarískra yfirvalda. Saksóknarar í Bandaríkjunum létu handtaka sjö hátt setta aðila í FIFA í síðustu viku, aðeins tveimur dögum fyrir ársþing sambandsins þar sem Blatter var endurkjörinn forseti. Hann tilkynnti svo í dag, fjórum dögum eftir endurkjörið, að hann muni stíga til hliðar um leið og hægt verður að kjósa nýjan forseta. Yfirvöld í Sviss segja að Blatter liggi ekki undir grun vegna þeirra spillingarmála sem hafa verið til rannsóknar. ABC hefur hins vegar heimildir fyrir því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sé að rannsaka Blatter í tengslum við málið sem leiddi til aðgerðanna í síðustu viku. Alls voru fjórtán aðilar sakaðir um að hafa átt beinan þátt að spillingu og mútumálum innan FIFA þar sem atkvæði gengu kaupum og sölum þegar kom að því að ákveða hvar stórmót í knattspyrnu skyldu haldin. Blatter hefur ekki verið í nefndur opinberlega sem aðili sem liggur undir grun í rannsókn FBI og því hafa yfirvöld vestanhafs neitað að tjá sig um málið. Einn heimildamaður ABC sagði tíminn væri að renna út fyrir Blatter. „Nú koma fram sífellt fleiri aðilar fram sem vilja bjarga eigin skinni. Það er bara tímaspursmál þar til einhver þeirra rýfur trúnað við Blatter og leysir frá skjóðunni.“
Fótbolti Tengdar fréttir Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Formaður KSÍ segir að tíðindi dagsins hafi komið sér á óvart, enda Sepp Blatter nýbúinn að fá endurkjör sem forseti FIFA. 2. júní 2015 18:28 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00
Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Formaður KSÍ segir að tíðindi dagsins hafi komið sér á óvart, enda Sepp Blatter nýbúinn að fá endurkjör sem forseti FIFA. 2. júní 2015 18:28
Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50
Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47