Ísland er í góðri stöðu í sínum riðli í undankeppninni, en sigur í heimaleikjunum þremur sem eftir eru; gegn Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi, kemur liðinu á EM í Frakklandi.
Markvörðurinn síungi, Gunnleifur Gunnleifsson, var valinn í landsliðið á nýjan leik í dag en hann hefur staðið sig mjög vel á milli stanganna hjá Blikum í upphafi Pepsi-deildarinnar. Félagi hans í Breiðablik, Kristinn Jónsson, er einnig í hópnum. Hann hefur farið á kostum.
Ingvar Jónsson markvörður og bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon detta út að þessu sinni.
Hópurinn:
Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson
Gunnleifur Gunnleifsson
Ögmundur Kristinsson
Varnarmenn:
Ari Freyr Skúlason
Kristinn Jónsson
Sölvi Geir Ottesen
Ragnar Sigurðsson
Hallgrímur Jónasson
Kári Árnason
Birkir Már Sævarsson
Theodór Elmar Bjarnason
Miðjumenn:
Jóhann Berg Guðmundsson
Emil Hallfreðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Aron Einar Gunnarsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Birkir Bjarnason
Rúrik Gíslason
Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson
Jón Daði Böðvarsson
Viðar Örn Kjartansson
Alfreð Finnbogason
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, fara yfir stöðu mála hjá liðinu og þá leikmenn sem valdir eru, en frá öllu því helsta var sagt í Twitter-glugganum hér að neðan.