Sjálfvirk neyðarhemlun minnkar aftanákeyrslur um 38% Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 09:52 Sjálfvirk neyðarhemlun í bílum forðar mörgum árekstrunum. Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent
Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent