Veiðimenn búnir undir vorkulda fram í miðjan júní á norðurlandi Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2015 11:12 Veiðimenn hafa fengið nóg af köldu vori og bíða eftir sumrinu sem lætur þó bíða eftir sér Eins og hefur komið fram í allri umfjöllun um þetta kalda vor þá er langtímaspáin veiðimönnum sérstaklega óhagstæð. Þetta á þó sérstaklega við á norðurlandi en langtímaspár, eins skeikular og þær geta orðið, sýna engar tveggja stafa tölur fyrir norðan fram til 12. júní og það heyrir til undantekninga af talan nær 8-9 gráðum. Suma dagana er meira að segja spáð snjókomu eða slyddu inn til sveita og upp til fjalla. Þetta veldur því að snjórinn, sem er ennþá gífurlega mikill, bráðnar sama og ekkert. Þetta er að vísu kostur og galli. Mikill snjór tryggir gott vatn í ánum svo það þarf eitthvað mikið að gerast til að það verði einhver vatnsskortur í laxveiðiánum í sumar. En mikill snjór samfara hlýjum og blautum dögum þýðir líka að árnar geta orðið vatnsmiklar og litaðar einhverja daga á miðju sumri sem er heldur leiðinlegt sé maður við bakkann á þeim dögum en að sama skapi jafn gaman ef maður er svo heppinn að veiða þegar áin fer úr lit og sjatnar en eins og veiðimenn þekkja getur veiðst feyknavel við þau skilyrði. Vötnin fyrir norðan eru ennþá köld og varla nokkur einasta frétt af veiðimönnum við bakkana sem hafa verið að setja í fiska. Eftir slakt veiði- og sólarsumar í fyrra (slakt sólarsumar á vestur og suðurlandi hið minnsta) eiga veiðimenn og landsmenn vonandi inni gott sólarsumar framundan og helst að þessu samfara komi góðar göngur í árnar. Stangveiði Mest lesið Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Eins og hefur komið fram í allri umfjöllun um þetta kalda vor þá er langtímaspáin veiðimönnum sérstaklega óhagstæð. Þetta á þó sérstaklega við á norðurlandi en langtímaspár, eins skeikular og þær geta orðið, sýna engar tveggja stafa tölur fyrir norðan fram til 12. júní og það heyrir til undantekninga af talan nær 8-9 gráðum. Suma dagana er meira að segja spáð snjókomu eða slyddu inn til sveita og upp til fjalla. Þetta veldur því að snjórinn, sem er ennþá gífurlega mikill, bráðnar sama og ekkert. Þetta er að vísu kostur og galli. Mikill snjór tryggir gott vatn í ánum svo það þarf eitthvað mikið að gerast til að það verði einhver vatnsskortur í laxveiðiánum í sumar. En mikill snjór samfara hlýjum og blautum dögum þýðir líka að árnar geta orðið vatnsmiklar og litaðar einhverja daga á miðju sumri sem er heldur leiðinlegt sé maður við bakkann á þeim dögum en að sama skapi jafn gaman ef maður er svo heppinn að veiða þegar áin fer úr lit og sjatnar en eins og veiðimenn þekkja getur veiðst feyknavel við þau skilyrði. Vötnin fyrir norðan eru ennþá köld og varla nokkur einasta frétt af veiðimönnum við bakkana sem hafa verið að setja í fiska. Eftir slakt veiði- og sólarsumar í fyrra (slakt sólarsumar á vestur og suðurlandi hið minnsta) eiga veiðimenn og landsmenn vonandi inni gott sólarsumar framundan og helst að þessu samfara komi góðar göngur í árnar.
Stangveiði Mest lesið Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði