Lars: Gott að Gylfi fékk smá frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2015 14:07 Gylfi Þór Sigurðsson kemur úthvíldur í leikinn. vísir/stefán "Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
"Við erum ánægðir með þennan hóp," sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfar Íslands í fótbolta, við Vísi um leikmannahópinn sem hann og Heimir Hallgrímsson völdu fyrir Tékkaleikinn. Leikurinn fer fram 12. júní á Laugardalsvelli, en sigur þar kemur Íslandi í frábæra stöðu í undankeppninni og styttir leiðina til Frakklands. Þessir landsliðsdagar eru alltaf athygliverðir þar sem margir leikmannanna eru búnir að vera í nokkurra vikna fríi áður en að leik kemur.Leggur svo helvíti mikið á sig "Við erum búnir að ræða við strákana. Þeir hafa æft vel þannig þetta lítur vel út," sagði Lars, en eru þetta erfiðir leikdagar fyrir landsliðsþjálfara? "Þetta er eins fyrir alla þannig að því leyti er þetta ekki svo slæmt. Það versta fyrir okkur er, að leikmennirnir okkar dreifast mikið. Leikmennirnir sem spila á Norðurlöndum koma ekki inn fyrr en á mánudaginn." "Þetta getur líka verið gott því sumir leikmenn sem spila mikið fá frí. Fyrir leikmann eins og Gylfa Þór er þetta mjög gott, en verra fyrir leikmennina sem spila í B-deildinni á Englandi." "Gylfi er búinn að spila svo marga leiki og leggur svo helvíti mikið á sig í hverjum leik. Í hans tilviki er gott að hann fái 2-3 vikna frí fyrir leik," sagði Lars.Frábær miðjumaður í vörn og sókn Gylfi Þór spilaði stórkostlega með Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði sjö mörk og lagði upp önnur tíu. Í heildina kom hann að rúmum þriðjungi marka liðsins í deildinni. "Þegar hann kom aftur til Swansea fór hann að spila á miðjunni og það hjálpar til. Hann er ekki bara tæknilega góður fótboltamaður heldur er hann svo vinnusamur og vinnur í 90 mínútur," segir Lars sem mærir miðjumanninn mikið. "Hann sækir og verst og er með frábæran hægri fót. Að mínu mati er hann frábær miðjumaður jafnt í vörn sem sókn. Hann hefur sýnt það bæði með Swansea og landsliðinu."Engar áhyggjur af Kolbeini Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt góðu gengi að fagna með landsliðinu í undanförnum leikjum eftir að skora nánast í hverjum leik í síðustu undankeppni. Þá hefur hann ekki heldur verið í aðalhlutverki hjá Ajax. Er þetta áhyggjuefni? "Litlu hlutirnir skipta máli þegar þú ert framherji og ef við lítum á Tékkaleikinn þá var hann ekki auðveldur fyrir Kolbein og Jón Daða. Eftir að við skoruðum bökkuðum við mikið og þeir fengu fá tækifæri," sagði Lars. "Kolbeinn leggur mikið á sig fyrir liðið og heldur varnarmönnum hinna liðanna á tánum. " "Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið hjá Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig ég hef engar áhyggjur."Leikirnir ráðast í vítateignum Tékkar unnu sanngjarnan sigur á Íslandi þegar liðin mættust í Plzen í fyrra, en hvað þurfa strákarnir að gera til að vinna sigur á föstudaginn eftir viku? "Við megum ekki gefa Tékkum jafnmikið pláss og í síðasta leik. Það er í raun eini hluturinn sem við þurfum að laga. Ef við bökkum heldur ekki svona mikið eins og síðat fáum við fleiri tækifæri á boltann," sagði Lars. "Svo eins og alltaf ráðast leikirnir í teignum þannig við verðum að verjast vel og halda áfram ða nýta færin okkar eins og við höfum gert. Ef við lögum þessa hluti eigum við góða möguleika á að vinna Tékka," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira