Hrafnhildur Lúthersdóttir vann sigur í 200 metra bringusundi á Smáþjóðaleikunum í gærkvöldi og náði um leið Ólympíulágmarki í greininni.
Hún synti á 2:25,39 mínútu sem er jafnframt nýtt Íslandsmet, en Hrafnhildur bætti gamla metið um eina og hálfa sekúndu og um leiði bætti hún eigið mótsmet.
Tíminn sem Hrafnhildur náði í gæt skýtur henni upp heimslistann, en hann er sá 16. besti í 200 metra bringusundi kvenna á árinu.
Hrafnhildur komst upp fyrir Reaona Aoki frá Japan sem var með 16. besta tímann upp á 2:25,43 mínútur.
Hrafnhildur virðist í flottu formi sem eru góð tíðindi þar sem hún á fyrir höndum HM í 50 metra laug síðar á árinu.
Hún náði einnig Ólympíulágmarki í 200 metra fjórsundi í fyrradag.
Hrafnhildur með 16. besta tíma ársins
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn