LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 07:15 LeBron James reynir sigurskot með Iguodala á móti sér. vísir/getty Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum: NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum:
NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira