Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2015 10:12 Bubbi með laxinn sem hann fékk á Eyrinni Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni. Stangveiði Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði
Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni.
Stangveiði Mest lesið 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Sex laxa opnun í Hítará Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði