Körfubolti

Irving úr leik | Áfall fyrir Cleveland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Irving var augljóslega kvalinn þegar hann fór af velli í nótt.
Irving var augljóslega kvalinn þegar hann fór af velli í nótt. vísir/getty
Kyrie Irving leikur ekki meira með Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta vegna hnémeiðsla.

Irving fór meiddur af velli í framlengingu í fyrsta leik Cleveland og Golden State Warriors í úrslitunum í nótt. Golden State hafði betur, 108-100.

Sjá einnig: 44 stig frá James dugðu ekki til.

Leikstjórnandinn gekkst undir nákvæmari skoðun í dag og þá kom í ljós að vinstri hnéskelin er brotin. Hann mun gangast undir aðgerð á næstu dögum en áætlað er að hann verði frá í 3-4 mánuði.

Þetta er mikið áfall fyrir Cleveland sem er einnig án framherjans Kevins Love sem meiddist í fjórða leiknum gegn Boston Celtics í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×