Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2015 10:35 Frá opnun í Blöndu Mynd: www.lax-a.is Það var mikil spenna í loftinu á föstudaginn þegar Norðurá, Blanda og Straumarnir opnuðu fyrir veiðimönnum. Spennan var þó lævi blönduð því síðasta sumar situr ennþá í mörgum enda var það lélegasta sumar síðan skráningar hófust á laxveiði hér á landi. Opnanir ánna geta oft gefið smá fyrirheit um sumarið og miðað við hvernig árnar opnuðu á föstudaginn er mikill léttir yfir veiðimönnum því það virðist stefna í gott sumar. Opnunardagurinn í Blöndu gaf 8 laxa, 4 tóku á Breiðunni og 4 í damminum. Þetta var allt fiskur á bilinu 76-85 sm eins og veiðimenn eru vanir að sjá. Í Norðurá komu 12 laxar á land en þar var nokkuð líf á hefðbundnum veiðistöðum sem sýnir glögglega að það er lax að ganga af mun meiri krafti en á sama tíma í fyrra. Straumarnir opnuðu líka á sama tíma en okkur hefur ekki tekist að fá fréttir þaðan. Núna opna árnar hver af annari og ef veiðin í þeim fyrstu dagana verður í lagi á það eftir að ýta hresslilega vel við þeim veiðimönnum sem ákváðu að sitja á sér þangað til það kæmi einhver mynd á veiðina í sumar. Sýnishornið af sumrinu virðist sýna að það stefni í mun betra sumar en í fyrra. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Það var mikil spenna í loftinu á föstudaginn þegar Norðurá, Blanda og Straumarnir opnuðu fyrir veiðimönnum. Spennan var þó lævi blönduð því síðasta sumar situr ennþá í mörgum enda var það lélegasta sumar síðan skráningar hófust á laxveiði hér á landi. Opnanir ánna geta oft gefið smá fyrirheit um sumarið og miðað við hvernig árnar opnuðu á föstudaginn er mikill léttir yfir veiðimönnum því það virðist stefna í gott sumar. Opnunardagurinn í Blöndu gaf 8 laxa, 4 tóku á Breiðunni og 4 í damminum. Þetta var allt fiskur á bilinu 76-85 sm eins og veiðimenn eru vanir að sjá. Í Norðurá komu 12 laxar á land en þar var nokkuð líf á hefðbundnum veiðistöðum sem sýnir glögglega að það er lax að ganga af mun meiri krafti en á sama tíma í fyrra. Straumarnir opnuðu líka á sama tíma en okkur hefur ekki tekist að fá fréttir þaðan. Núna opna árnar hver af annari og ef veiðin í þeim fyrstu dagana verður í lagi á það eftir að ýta hresslilega vel við þeim veiðimönnum sem ákváðu að sitja á sér þangað til það kæmi einhver mynd á veiðina í sumar. Sýnishornið af sumrinu virðist sýna að það stefni í mun betra sumar en í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði