Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Karl Lúðviksson skrifar 7. júní 2015 12:32 Verslunin Veiðiflugur býður veiðimenn velkomna á hina árlegu Veiðimessu í dag þar sem mikið verður í boði fyrir alla. Meðal þess sem verður boðið uppá er kynning á Loop veiðivörum þar sem Klaus Frimor, einn þekktasti flugukastkennari heims, verður með kastsýningu þar sem hann sýnir nokkur brögð sem gott er að kunna við ánna. Hákan Norling, sölustjóri Guideline, mun kynna nýju Lxi stöngina og Fario Crs stöngina en þær stangir eru að sópa til sín viðurkenningum. Auk þess verður nýja veiðifatalínan frá Patagonia kynnt. Um er að ræða vöðlur og jakka fyrir konur sem eru hannaðar af einni fremstu veiðikonu heims, April Vokey. Angling IQ verður með kynningu á nýja veiðiappinu sem á eftir að verða ómissandi við bakkana í sumar. Í tilefni veiðimessunnar verða mörg góð tilboð á veiðivörum um helgina." Veiðiflugur hefur í gegnum árin verið í þeirri sérstöðu að marka sig sem sérverslun fyrir fluguveiðimanninn og hefur alltaf verið lögð sérstök áhersla að að bjóða vinskiptavinum alltaf upp á toppþjónustu enda er þetta kröfuharður hópur sem verslar hjá okkur og vill aðeins það besta" segir Hilmar Hansson eigandi Veiðiflugna. Veiðiflugur eru til húsa á Langholtsvegi 111 í Reykjavík og vonast Oddný og Hilmar til að sjá sem flesta, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna. Veiðimessan stendur til 17:00 í dag sunnudag. Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Verslunin Veiðiflugur býður veiðimenn velkomna á hina árlegu Veiðimessu í dag þar sem mikið verður í boði fyrir alla. Meðal þess sem verður boðið uppá er kynning á Loop veiðivörum þar sem Klaus Frimor, einn þekktasti flugukastkennari heims, verður með kastsýningu þar sem hann sýnir nokkur brögð sem gott er að kunna við ánna. Hákan Norling, sölustjóri Guideline, mun kynna nýju Lxi stöngina og Fario Crs stöngina en þær stangir eru að sópa til sín viðurkenningum. Auk þess verður nýja veiðifatalínan frá Patagonia kynnt. Um er að ræða vöðlur og jakka fyrir konur sem eru hannaðar af einni fremstu veiðikonu heims, April Vokey. Angling IQ verður með kynningu á nýja veiðiappinu sem á eftir að verða ómissandi við bakkana í sumar. Í tilefni veiðimessunnar verða mörg góð tilboð á veiðivörum um helgina." Veiðiflugur hefur í gegnum árin verið í þeirri sérstöðu að marka sig sem sérverslun fyrir fluguveiðimanninn og hefur alltaf verið lögð sérstök áhersla að að bjóða vinskiptavinum alltaf upp á toppþjónustu enda er þetta kröfuharður hópur sem verslar hjá okkur og vill aðeins það besta" segir Hilmar Hansson eigandi Veiðiflugna. Veiðiflugur eru til húsa á Langholtsvegi 111 í Reykjavík og vonast Oddný og Hilmar til að sjá sem flesta, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna. Veiðimessan stendur til 17:00 í dag sunnudag.
Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði