RSÍ hafnar undanþágubeiðni RÚV | Stefnir í engar beinar útsendingar Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 15:23 Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins einu stigi á eftir Tékkum. Því er um toppslag í riðlinum að ræða. Vísir/Daníel Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er mikil hætta á að leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á föstudagskvöld verði ekki sýndur beint á RÚV. Ástæðan er yfirvofandi verkfall Rafiðnarsambandsins sem flestir tæknimenn RÚV eru meðlimir í. Verkfallið á að hefjast á miðnætti miðvikudaginn 10. júní og standa í sex daga. RÚV sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu vegna málsins þar sem kemur fram að RSÍ hafnaði beiðni RÚV um undanþágur til beinna útsendingar en ekkert verður af þeim fari tæknimennirnir í verkfall og engar undanþágur verði beittar.Fleiri leikir undir en Tékkaleikurinn Það er ekki bara Tékkaleikurinn sem er í hættu heldur tveir leikir íslenska karlalandlandsliðsins í handbolta og einn leikur hjá stelpunum. „RÚV sótti um undanþágur til að geta sinnt fjölbreyttu þjónustuhlutverki sínu við landsmenn, þrátt fyrir verkfall félagsmanna RSÍ. Þær snéru fyrst og fremst að mikilvægu öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, fréttaþjónustu og lágmarksdagskrá í sjónvarpi og útvarpi,“ segir í tilkynningu RÚV. RÚV vill einnig fá undanþágu til að sýna beint frá Grímunni, tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, guðþjónustu og fleira, en allir þessir dagskrárliðir eru áformaðir í verkfallsvikunni.Veitt undanþága fyrir leikinn við Kasakstan „Í hádeginu í dag barst svar frá RSÍ þar sem flestum undanþágubeiðnum var hafnað. RÚV hefur óskað eftir því við undanþágunefnd RSÍ að endurskoða ákvörðun sína og veiti rýmri heimildir en nú hafa verið samþykktar. Vonast er til þess að undanþágur verði rýmkaðar vegna ríkra hagsmuna fjölmargra landsmanna og félagasamtaka,“ segir í tilkynningu RÚV. Sama staða var uppi í mars þegar Ísland spilaði gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016, en þá var veitt undanþága. „Í því ljósi hefur verið óskað eftir því að til samræmis verði veittar undanþáguheimildir fyrir beinum útsendingum nú,“ segir enn fremur í tilkynningu RÚV.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira