Greiðfært upp að stíflu við Hítarvatn Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2015 19:55 Flott veiði úr Hítarvatni í fyrra Mynd: Karl Bartels Hítarvatn er eitt skemmtilegasta veiðivatnið til að kíkja í við sumarbyrjun enda er veiðin þar oft mjög góð þegar vatnið fer að hlýna. Vatnið opnaði fyrir veiði síðustu helgi og samkvæmt fréttum á vef Veiðikortsins þá er oðrið greiðfært upp að stíflu og nýbúið að hefla veginn. Austurleiðin er illfær og ekki mælt með því að aka hana nema á sérstaklega vel búnum bílum. Einhverjir veiðimenn hafa þegar lagt leið sína upp að vatni og hafa samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu veitt ágætlega. Veiðin í vatninu getur verið mjög góð þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi og þegar fyrstu heitu dagarnir eru í Hítardal getur hreinlega verið mokveiði. Bestu flugurnar fyrst á veiðitímanum eru gjarnan straumflugur eins og Nobbler, Dentist, Heimasætan og Mickey Finn en púpurnar koma svo sterkar inn þegar líður á veiðitímann og þá eru það hefðbundnar flugur eins og Krókurinn, Taylor, Peacock, Alma Rún og Killer og þá gjarnan í stærðum 10-16# Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði
Hítarvatn er eitt skemmtilegasta veiðivatnið til að kíkja í við sumarbyrjun enda er veiðin þar oft mjög góð þegar vatnið fer að hlýna. Vatnið opnaði fyrir veiði síðustu helgi og samkvæmt fréttum á vef Veiðikortsins þá er oðrið greiðfært upp að stíflu og nýbúið að hefla veginn. Austurleiðin er illfær og ekki mælt með því að aka hana nema á sérstaklega vel búnum bílum. Einhverjir veiðimenn hafa þegar lagt leið sína upp að vatni og hafa samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu veitt ágætlega. Veiðin í vatninu getur verið mjög góð þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi og þegar fyrstu heitu dagarnir eru í Hítardal getur hreinlega verið mokveiði. Bestu flugurnar fyrst á veiðitímanum eru gjarnan straumflugur eins og Nobbler, Dentist, Heimasætan og Mickey Finn en púpurnar koma svo sterkar inn þegar líður á veiðitímann og þá eru það hefðbundnar flugur eins og Krókurinn, Taylor, Peacock, Alma Rún og Killer og þá gjarnan í stærðum 10-16#
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði