Ný heimasíða fyrir Laxá í Leirársveit komin á vefinn Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2015 20:39 Laxatorfa í óþekktum hyl í Laxá í Leirársveit Mynd: www.laxaleir.is Umsjónarmenn Laxár í Leirársveit hafa sett nýjan vef um ánna á vefinn þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um ánna. Áin sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá Reykjavík hefur verið með aflahæstu ám landsins undanfarin ár hvort sem er miðað við fjölda laxa eða fjölda laxa á stöng á dag, en veitt er á 4-7 stöngum í senn í ánni. Meðalveiði síðustu ára er um 1.000 laxar auk þess sem að töluvert veiðist af vænum sjóbirtingi. Veiðstaðir, sem eru um 70, eru fjölbreyttir og aðgengi mjög gott að ánni. Áin er gríðalega skemmtileg fluguveiðiá með fjölda veiðistaða sem geta verið stútfullir af fiski. Samkvæmt leigutakanum er hefur þegar sést til laxa í ánni en þeir fyrstu sáust í lok maí. Besta veiðin í ánni var árið 1988 en þá komu 1887 laxar á land. Meðalveiðin í ánni hefur verið um 1000 laxar á aðeins 7 stangir sem skilar ánni ofarlega á listann yfir bestu veiði pr. stöng á Íslandi. Á vefnum má meðal annars finna upplýsingar um veiðistaði, tölfræði, aðstöðu í húsi og laus veiðileyfi. Slóðin á vefinn er hér. Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði
Umsjónarmenn Laxár í Leirársveit hafa sett nýjan vef um ánna á vefinn þar sem er að finna allar helstu upplýsingar um ánna. Áin sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá Reykjavík hefur verið með aflahæstu ám landsins undanfarin ár hvort sem er miðað við fjölda laxa eða fjölda laxa á stöng á dag, en veitt er á 4-7 stöngum í senn í ánni. Meðalveiði síðustu ára er um 1.000 laxar auk þess sem að töluvert veiðist af vænum sjóbirtingi. Veiðstaðir, sem eru um 70, eru fjölbreyttir og aðgengi mjög gott að ánni. Áin er gríðalega skemmtileg fluguveiðiá með fjölda veiðistaða sem geta verið stútfullir af fiski. Samkvæmt leigutakanum er hefur þegar sést til laxa í ánni en þeir fyrstu sáust í lok maí. Besta veiðin í ánni var árið 1988 en þá komu 1887 laxar á land. Meðalveiðin í ánni hefur verið um 1000 laxar á aðeins 7 stangir sem skilar ánni ofarlega á listann yfir bestu veiði pr. stöng á Íslandi. Á vefnum má meðal annars finna upplýsingar um veiðistaði, tölfræði, aðstöðu í húsi og laus veiðileyfi. Slóðin á vefinn er hér.
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði