Bann við fóstureyðingum ógnar lífi og heilsu kvenna Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 10:43 Vísir/Getty Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar. Andorra San Marínó Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar.
Andorra San Marínó Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira