Dóttir þess besta stal sviðsljósinu frá pabba sínum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2015 10:30 Stephen Curry og Riley Curry. Vísir/Getty Leikmenn Houston Rockets náðu ekki mikið að trufla Stephen Curry í nótt en besti leikmaður tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta skoraði þá 34 stig þegar lið hans Golden State Warriors vann fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Það gekk hinsvegar mun betur hjá dótturinni Riley að trufla Stephen Curry á blaðamannafundinum eftir leikinn en þar var þessi næstum því þriggja ára stelpa algjör senuþjófur. Riley sagði pabba sínum að vera stilltur, reyndi margoft að tala í hljóðnemann, skreið undir borðið, kíkti á blaðamenn undan borðinu, veifaði nánast öllum í salnum og sýndi hvað eftir annað að þar er skemmtilegur persónuleiki á ferðinni. Auk þess að skora 34 stig í leiknum þá var Stephen Curry með 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Hann hitti meðal annars úr 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hefði eflaust látið eiginkonuna Ayesha Curry sjá um Riley rétt á meðan blaðamannafundinum stóð en mamman hefur væntanlega fengið sinn skammt af þessari fjörugu stelpu á meðan að Stephen Curry fór illa með varnarmenn Houston Rockets í leiknum.Hér fyrir neðan má sjá samantekt af uppátækjum Riley Curry á blaðamannafundinum í nótt. NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Leikmenn Houston Rockets náðu ekki mikið að trufla Stephen Curry í nótt en besti leikmaður tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta skoraði þá 34 stig þegar lið hans Golden State Warriors vann fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Það gekk hinsvegar mun betur hjá dótturinni Riley að trufla Stephen Curry á blaðamannafundinum eftir leikinn en þar var þessi næstum því þriggja ára stelpa algjör senuþjófur. Riley sagði pabba sínum að vera stilltur, reyndi margoft að tala í hljóðnemann, skreið undir borðið, kíkti á blaðamenn undan borðinu, veifaði nánast öllum í salnum og sýndi hvað eftir annað að þar er skemmtilegur persónuleiki á ferðinni. Auk þess að skora 34 stig í leiknum þá var Stephen Curry með 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Hann hitti meðal annars úr 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hefði eflaust látið eiginkonuna Ayesha Curry sjá um Riley rétt á meðan blaðamannafundinum stóð en mamman hefur væntanlega fengið sinn skammt af þessari fjörugu stelpu á meðan að Stephen Curry fór illa með varnarmenn Houston Rockets í leiknum.Hér fyrir neðan má sjá samantekt af uppátækjum Riley Curry á blaðamannafundinum í nótt.
NBA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira