Supra Paul Walker seldist á 24 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2015 10:10 Paul Walker á Suprunni tekur sprettinn gegn Dom á Dodge Carger. Bílarnir sem komið hafa við sögu í Fast & Furious bílamyndunum eru eðlilega eftirsóttir en ekki síst ef þeim hafði verið ekið af Paul Walker, sem lést er tökur stóðu yfir á síðustu mynd. Uppboðshaldarinn Mecum í Indianapolis í Bandaríkjunum bauð nýlega upp Toyota Supra bíll sem Paul Walker ók í Fast & Furious myndunum og seldist hann á 185.000 dollara, eða 24,4 milljónir króna. Þessi bíll er ekki sá eini úr myndunum sem boðinn hefur verið upp að undanförnu og eiga þeir allir það sammerkt að seljast á háu verði. Útlit bílsins bendir til þess að hann sé ofuröflugur, með stóran vindkljúf að aftan og heljarinnar „body kit“ allan hringinn. Kaupandi bílsins fær þó ekkert tryllitæki í hendurnar þar sem bíllinn er með 3,0 lítra og 220 hestafla vél og 5 gíra beinskiptingu. Tveir Holley nítró-kútar eru reyndar í skottinu, en þeir eru aftengdir eins og er. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent
Bílarnir sem komið hafa við sögu í Fast & Furious bílamyndunum eru eðlilega eftirsóttir en ekki síst ef þeim hafði verið ekið af Paul Walker, sem lést er tökur stóðu yfir á síðustu mynd. Uppboðshaldarinn Mecum í Indianapolis í Bandaríkjunum bauð nýlega upp Toyota Supra bíll sem Paul Walker ók í Fast & Furious myndunum og seldist hann á 185.000 dollara, eða 24,4 milljónir króna. Þessi bíll er ekki sá eini úr myndunum sem boðinn hefur verið upp að undanförnu og eiga þeir allir það sammerkt að seljast á háu verði. Útlit bílsins bendir til þess að hann sé ofuröflugur, með stóran vindkljúf að aftan og heljarinnar „body kit“ allan hringinn. Kaupandi bílsins fær þó ekkert tryllitæki í hendurnar þar sem bíllinn er með 3,0 lítra og 220 hestafla vél og 5 gíra beinskiptingu. Tveir Holley nítró-kútar eru reyndar í skottinu, en þeir eru aftengdir eins og er.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent