María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 14:55 „Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
„Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22
Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24
María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14