Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational - Rory McIlroy datt úr leik á Wentworth 23. maí 2015 12:30 Kevin Na á öðrum hring. Getty Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Kevin Na leiðir á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Fort Worth herstöðinni í Texas en hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Englendingurinn Ian Poulter er í öðru sæti á átta höggum undir pari en hinn högglangi Boo Weekley kemur í þriðja sæti á sjö undir. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, verður að teljast ólíklegur til að endurtaka sigurinn frá því í fyrra en hann er á tveimur höggum undir pari, heilum átta höggum á eftir efsta manni. Þá er ungstirnið Jordan Spieth á þremur höggum undir pari en þeir tveir þurfa að leika vel á þriðja hring ef þeir ætla að eiga séns á sigri á sunnudaginn. Hinum megin við Atlantshafið fer BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en það er eitt stærsta mót Evrópumótaraðarinnar á árinu. Þar leiðir Ítalinn Francesco Molinari á tíu höggum undir pari en það sem vakti mesta athygli var frammistaða besta kylfings heims, Rory McIlroy, en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu og unnið tvö mót með stuttu millibili. Hann fann sig samt alls ekki á Wentworth í dag og lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði í 108. sæti og var langt frá því að ná niðurskurðinum sem miðaðist við einn yfir pari. Bæði Crowne Plaza Invitational og BMW PGA meistaramótið eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira