Andri fagnaði sínum öðrum sigri á Egils Gull mótinu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2015 16:09 Andri Þór í eldlínunni í dag. vísir/gsí Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Andri sigraði með tveggja högga mun en Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar og Aron Snær Júlíusson úr GKG varð þriðji. Andri lék samtals á -1 á 54 holum en hann fékk fimm fugla á lokahringnum sem hann lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Andri lék hringina þrjá á 75-71-69. Þetta er annar sigur hans á Eimskipsmótaröðinn en það eru nokkuð mörg ár síðan Andri fagnaði sínum fyrsta titli á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. „Völlurinn var eins góður og hægt er miðað við árstíma og aðstæður. Ég lék vel og var aldrei í vandræðum og þetta er góður undirbúningur fyrir komandi verkefni. Það verður rok og svipaðar aðstæður á þeim mótum sem ég mun taka þátt í á næstunni,“ sagði Andri en hann er í landsliði Íslands sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum. Andri stundar nám í Bandaríkjunum og er nýkominn til landsins og hann segir að það hafi ekki verið stórmál að skipta yfir í íslenskar aðstæður eftir Bandaríkjadvölina. „Þetta er það sem maður þarf að æfa sig í að gera. Það er mót í Vestmannaeyjum um næstu helgi, síðan taka við Smáþjóðaleikarnir og British Amateur í kjölfarið. Það er nóg að gera og ég ætla að fagna sigrinum með því að hjálpa pabba að mála í kvöld,“ bætti Andri við.Lokastaðan: Andri Þór Björnsson, GR 215 högg (75-71-69). Kristján Þór Einarsson, GM 218 högg (74-73-71) Aron Snær Júlíusson, GKG 222 högg (74-70-78) Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Andri sigraði með tveggja högga mun en Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð annar og Aron Snær Júlíusson úr GKG varð þriðji. Andri lék samtals á -1 á 54 holum en hann fékk fimm fugla á lokahringnum sem hann lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Andri lék hringina þrjá á 75-71-69. Þetta er annar sigur hans á Eimskipsmótaröðinn en það eru nokkuð mörg ár síðan Andri fagnaði sínum fyrsta titli á Eimskipsmótaröðinni á Leirdalsvelli. „Völlurinn var eins góður og hægt er miðað við árstíma og aðstæður. Ég lék vel og var aldrei í vandræðum og þetta er góður undirbúningur fyrir komandi verkefni. Það verður rok og svipaðar aðstæður á þeim mótum sem ég mun taka þátt í á næstunni,“ sagði Andri en hann er í landsliði Íslands sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum. Andri stundar nám í Bandaríkjunum og er nýkominn til landsins og hann segir að það hafi ekki verið stórmál að skipta yfir í íslenskar aðstæður eftir Bandaríkjadvölina. „Þetta er það sem maður þarf að æfa sig í að gera. Það er mót í Vestmannaeyjum um næstu helgi, síðan taka við Smáþjóðaleikarnir og British Amateur í kjölfarið. Það er nóg að gera og ég ætla að fagna sigrinum með því að hjálpa pabba að mála í kvöld,“ bætti Andri við.Lokastaðan: Andri Þór Björnsson, GR 215 högg (75-71-69). Kristján Þór Einarsson, GM 218 högg (74-73-71) Aron Snær Júlíusson, GKG 222 högg (74-70-78)
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira