Fótbolti

Moyes verður áfram á Spáni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes fylgist íbygginn á svip með leik Sociedad.
Moyes fylgist íbygginn á svip með leik Sociedad. vísir/getty
David Moyes, stjóri Real Sociedad, staðfesti í viðtali við Revista de La Liga að hann muni verði áfram á Spáni á næstu leiktíð. Moyes hefur verið orðaður við lið eins og Newcastle og West Ham undanfarnar vikur.

„Ég hef sagt öllum að ég verði á Spáni á næsta ári. Ég hafði fullt um að vejla á Englandi áður en ég fór til Spánar. Ég valdi þó að fara til Spánar," sagði Moyes í samtali við Revista de La Liga.

„Ég vildi prufa eitthvað nýtt, mig langaði til þess að vinna í nýju umhverfi, með öðruvísi leikmönnum og sjá hvernig La Liga virkar. Ég hef notið þess og Sociedad er frábær klúbbur."

Danny Ings, framherji Burnley, hefur verið þrálátlega orðaður við Real Soceidad, en Ings er á förum frá Burnley.

„Núna opnar markaðurinn, en ég vil bara koma með leikmenn í hópinn sem bæta hann eða gera eitthvað sérstakt. Það skiptir ekki máli hvort þeir eru frá Bretlandi eða öðru landi."

„Við munum líta í kringum okkur. Við erum ekki félag sem eyðir stórum, miklum fjárhæðum heldur munum við reyna að bæta liðið," sagði Moyes að lokum.

Alfreð Finnbogason er á mála hjá Real Sociedad, en óvíst er hvort hann hverfi á braut frá Sociedad í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×