Íslamska ríkið birti í dag myndband frá rústunum og svo virðist sem að þeir séu að egna alþjóðasamfélaginu.
Sjá einnig: Barist við hlið Palmyra
„Borgin er í fínu ástandi. Það er ekki útlit fyrir að hún hafi orðið fyrir skemmdum,“ sagði Abdukarim við Reuters fréttaveituna.
Á myndbandi sem birtist á netinu í dag má sjá hinar nærri því tvöþúsund ára gömlu rústir yfirgefnar. ISIS hafa áður gjöreyðilagt fornar rústir í Sýrlandi og Írak og óttast er að þeir muni gera slíkt hið sama í Palmyra.