NBA: 40 ára bið á enda hjá Golden State Warriors | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 08:11 Stephen Curry lyftir bikarnum fyrir sigurinn í Vesturdeildinni. Vísir/Getty Það verða Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers sem spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn í ár en það var ljóst í nótt eftir að Golden State vann fimmta leikinn í einvígi sínu við Houston Rockets. Golden State Warriors vann 104-90 heimasigur á Houston Rockets í nótt og einvígið þar með 4-1 en Golden State vann þrjá fyrstu leikina. Liðin tvö sem spila úrslita unnu þar með 8 af 9 leikjum sínum í úrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar því Cleveland sló Atlanta Hawks út 4-0. Stephen Curry skoraði 26 stig fyrir Golden State Warriors í leiknum í nótt og Harrison Barnes var með 24 stig. Curry var einnig með 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Bay-svæðið er búið að bíða eftir þessu í 40 ár. Mér fannst alveg vera kominn tími á þetta," sagði Stephen Curry eftir leikinn en Golden State Warriors spilaði síðast til úrslita í NBA-deildinni árið 1975 þegar liðið vann Washington Bullets í úrslitunum. Klay Thompson skoraði 20 stig í leiknum en hann fékk þungt höfuðhögg snemma í fjórða leikhlutanum og lá á gólfinu í um það bil mínútu. Hann kom aftur á bekkinn en þá var búið að sauma hann. Þetta er í annað skiptið sem Svettu-bróðir fer af velli eftir högg en Stephen Curry datt mjög illa í leik fjögur. Stephen Curry kom til baka í þeim leik og spilaði vel í nótt. Framhaldið hjá Klay Thompson er ekki ljóst því hann fór að sýna merki um að hafa fengið heilahristing eftir leikinn. Dwight Howard var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Houston-liðið en stórstjarna liðsins, James Harden, skoraði bara 14 stig og var með 13 tapaða bolta og hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum. „Ég reyndi að gera aðeins of mikið, tapaði boltanum og gaf þeim færi á auðveldum körfum í hraðaupphlaupum. Við vildum ekki að tímabilið okkar endaði hér en þetta hefur verið mjög góð leiktíð. Við ætlum og verðum betri á næsta tímabili," sagði James Harden eftir leikinn. Houston Rockets kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Los Angeles Clippers en leikmenn Golden State Warriors ætluðu ekki að láta þá framkalla annað kraftaverk. Lokaúrslit Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefjast 4. júní næstkomandi og bæði liðin fá því góðan tíma til að jafna sig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Það verða Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers sem spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn í ár en það var ljóst í nótt eftir að Golden State vann fimmta leikinn í einvígi sínu við Houston Rockets. Golden State Warriors vann 104-90 heimasigur á Houston Rockets í nótt og einvígið þar með 4-1 en Golden State vann þrjá fyrstu leikina. Liðin tvö sem spila úrslita unnu þar með 8 af 9 leikjum sínum í úrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar því Cleveland sló Atlanta Hawks út 4-0. Stephen Curry skoraði 26 stig fyrir Golden State Warriors í leiknum í nótt og Harrison Barnes var með 24 stig. Curry var einnig með 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Bay-svæðið er búið að bíða eftir þessu í 40 ár. Mér fannst alveg vera kominn tími á þetta," sagði Stephen Curry eftir leikinn en Golden State Warriors spilaði síðast til úrslita í NBA-deildinni árið 1975 þegar liðið vann Washington Bullets í úrslitunum. Klay Thompson skoraði 20 stig í leiknum en hann fékk þungt höfuðhögg snemma í fjórða leikhlutanum og lá á gólfinu í um það bil mínútu. Hann kom aftur á bekkinn en þá var búið að sauma hann. Þetta er í annað skiptið sem Svettu-bróðir fer af velli eftir högg en Stephen Curry datt mjög illa í leik fjögur. Stephen Curry kom til baka í þeim leik og spilaði vel í nótt. Framhaldið hjá Klay Thompson er ekki ljóst því hann fór að sýna merki um að hafa fengið heilahristing eftir leikinn. Dwight Howard var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Houston-liðið en stórstjarna liðsins, James Harden, skoraði bara 14 stig og var með 13 tapaða bolta og hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum. „Ég reyndi að gera aðeins of mikið, tapaði boltanum og gaf þeim færi á auðveldum körfum í hraðaupphlaupum. Við vildum ekki að tímabilið okkar endaði hér en þetta hefur verið mjög góð leiktíð. Við ætlum og verðum betri á næsta tímabili," sagði James Harden eftir leikinn. Houston Rockets kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Los Angeles Clippers en leikmenn Golden State Warriors ætluðu ekki að láta þá framkalla annað kraftaverk. Lokaúrslit Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefjast 4. júní næstkomandi og bæði liðin fá því góðan tíma til að jafna sig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira