NBA: 40 ára bið á enda hjá Golden State Warriors | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2015 08:11 Stephen Curry lyftir bikarnum fyrir sigurinn í Vesturdeildinni. Vísir/Getty Það verða Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers sem spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn í ár en það var ljóst í nótt eftir að Golden State vann fimmta leikinn í einvígi sínu við Houston Rockets. Golden State Warriors vann 104-90 heimasigur á Houston Rockets í nótt og einvígið þar með 4-1 en Golden State vann þrjá fyrstu leikina. Liðin tvö sem spila úrslita unnu þar með 8 af 9 leikjum sínum í úrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar því Cleveland sló Atlanta Hawks út 4-0. Stephen Curry skoraði 26 stig fyrir Golden State Warriors í leiknum í nótt og Harrison Barnes var með 24 stig. Curry var einnig með 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Bay-svæðið er búið að bíða eftir þessu í 40 ár. Mér fannst alveg vera kominn tími á þetta," sagði Stephen Curry eftir leikinn en Golden State Warriors spilaði síðast til úrslita í NBA-deildinni árið 1975 þegar liðið vann Washington Bullets í úrslitunum. Klay Thompson skoraði 20 stig í leiknum en hann fékk þungt höfuðhögg snemma í fjórða leikhlutanum og lá á gólfinu í um það bil mínútu. Hann kom aftur á bekkinn en þá var búið að sauma hann. Þetta er í annað skiptið sem Svettu-bróðir fer af velli eftir högg en Stephen Curry datt mjög illa í leik fjögur. Stephen Curry kom til baka í þeim leik og spilaði vel í nótt. Framhaldið hjá Klay Thompson er ekki ljóst því hann fór að sýna merki um að hafa fengið heilahristing eftir leikinn. Dwight Howard var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Houston-liðið en stórstjarna liðsins, James Harden, skoraði bara 14 stig og var með 13 tapaða bolta og hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum. „Ég reyndi að gera aðeins of mikið, tapaði boltanum og gaf þeim færi á auðveldum körfum í hraðaupphlaupum. Við vildum ekki að tímabilið okkar endaði hér en þetta hefur verið mjög góð leiktíð. Við ætlum og verðum betri á næsta tímabili," sagði James Harden eftir leikinn. Houston Rockets kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Los Angeles Clippers en leikmenn Golden State Warriors ætluðu ekki að láta þá framkalla annað kraftaverk. Lokaúrslit Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefjast 4. júní næstkomandi og bæði liðin fá því góðan tíma til að jafna sig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Það verða Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers sem spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn í ár en það var ljóst í nótt eftir að Golden State vann fimmta leikinn í einvígi sínu við Houston Rockets. Golden State Warriors vann 104-90 heimasigur á Houston Rockets í nótt og einvígið þar með 4-1 en Golden State vann þrjá fyrstu leikina. Liðin tvö sem spila úrslita unnu þar með 8 af 9 leikjum sínum í úrslitum Austur- og Vesturdeildarinnar því Cleveland sló Atlanta Hawks út 4-0. Stephen Curry skoraði 26 stig fyrir Golden State Warriors í leiknum í nótt og Harrison Barnes var með 24 stig. Curry var einnig með 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Bay-svæðið er búið að bíða eftir þessu í 40 ár. Mér fannst alveg vera kominn tími á þetta," sagði Stephen Curry eftir leikinn en Golden State Warriors spilaði síðast til úrslita í NBA-deildinni árið 1975 þegar liðið vann Washington Bullets í úrslitunum. Klay Thompson skoraði 20 stig í leiknum en hann fékk þungt höfuðhögg snemma í fjórða leikhlutanum og lá á gólfinu í um það bil mínútu. Hann kom aftur á bekkinn en þá var búið að sauma hann. Þetta er í annað skiptið sem Svettu-bróðir fer af velli eftir högg en Stephen Curry datt mjög illa í leik fjögur. Stephen Curry kom til baka í þeim leik og spilaði vel í nótt. Framhaldið hjá Klay Thompson er ekki ljóst því hann fór að sýna merki um að hafa fengið heilahristing eftir leikinn. Dwight Howard var með 18 stig og 16 fráköst fyrir Houston-liðið en stórstjarna liðsins, James Harden, skoraði bara 14 stig og var með 13 tapaða bolta og hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum. „Ég reyndi að gera aðeins of mikið, tapaði boltanum og gaf þeim færi á auðveldum körfum í hraðaupphlaupum. Við vildum ekki að tímabilið okkar endaði hér en þetta hefur verið mjög góð leiktíð. Við ætlum og verðum betri á næsta tímabili," sagði James Harden eftir leikinn. Houston Rockets kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Los Angeles Clippers en leikmenn Golden State Warriors ætluðu ekki að láta þá framkalla annað kraftaverk. Lokaúrslit Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefjast 4. júní næstkomandi og bæði liðin fá því góðan tíma til að jafna sig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira