Spennandi toppbarátta fyrir lokahringinn á Players 10. maí 2015 10:26 17. holan á TPC Sawgrass er mögnuð. Getty Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk leiðir fyrir lokahringinn á Players meistaramótinu en hann er á tíu höggum undir pari eftir hringina þrjá á TPC Sawgrass vellinum. Hann má þó búast við mikilli samkeppni á lokahringnum en 30 kylfingar eru innan við fimm höggum frá forystusætinu og meðal þeirra eru margir af bestu kylfingum heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner, Ben Martin og Bill Haas deila öðru sætinu á níu höggum undir en margir koma á átta höggum undir, meðal annars Spánverjinn Sergio Garcia sem spilaði frábærlega í gær og kom inn á 67 höggum eða fimm undir. Það toppaði þó enginn frammistöðu nýliðans Justin Thomas en hann setti mótsmet yfir flesta fugla á hring á hinum krefjandi TPC Sawgrass velli. Hann lék þriðja hring á 65 höggum eða sjö undir pari en hann fékk tíu fugla á hringnum og gæti með svipaðri frammistöðu í dag gert atlögu að sigrinum.Tiger Woods þurfti á góðum hring að halda til að blanda sér í baráttu efstu manna í gær en það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá honum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum og aðeins tvo fugla en hann kom inn á 75 höggum eða þremur yfir pari og er jafn í 68. sæti. Þá má ekki gleyma besta kylfingi heims, Rory McIlroy, en hann hefur leikið ágætlega hingað til og er á sex höggum undir pari, fjórum á eftir efsta manni fyrir lokahringinn. Bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk leiðir fyrir lokahringinn á Players meistaramótinu en hann er á tíu höggum undir pari eftir hringina þrjá á TPC Sawgrass vellinum. Hann má þó búast við mikilli samkeppni á lokahringnum en 30 kylfingar eru innan við fimm höggum frá forystusætinu og meðal þeirra eru margir af bestu kylfingum heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner, Ben Martin og Bill Haas deila öðru sætinu á níu höggum undir en margir koma á átta höggum undir, meðal annars Spánverjinn Sergio Garcia sem spilaði frábærlega í gær og kom inn á 67 höggum eða fimm undir. Það toppaði þó enginn frammistöðu nýliðans Justin Thomas en hann setti mótsmet yfir flesta fugla á hring á hinum krefjandi TPC Sawgrass velli. Hann lék þriðja hring á 65 höggum eða sjö undir pari en hann fékk tíu fugla á hringnum og gæti með svipaðri frammistöðu í dag gert atlögu að sigrinum.Tiger Woods þurfti á góðum hring að halda til að blanda sér í baráttu efstu manna í gær en það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá honum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum og aðeins tvo fugla en hann kom inn á 75 höggum eða þremur yfir pari og er jafn í 68. sæti. Þá má ekki gleyma besta kylfingi heims, Rory McIlroy, en hann hefur leikið ágætlega hingað til og er á sex höggum undir pari, fjórum á eftir efsta manni fyrir lokahringinn. Bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti