McLaren 675LT strax uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 16:05 McLaren 675LT á bílasýningunni í Genf í mars. McLaren sýndi þennan 675LT bíl á bílasýningunni í Genf fyrir tveimur mánuðum og sagði í leiðinni að aðeins yrði framleiddir 500 slíkir bílar. Þeir eru nú allir uppseldir. Ekki virðist því skortur á efnuðum kaupendum ofurbíla sem fyrr. McLaren 675LT er lengri og öflugri útgáfa af McLaren 650S bílnum og kostar 54 milljónir króna. Hann er með 3,8 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og 666 hestöfl. Með öllu þessu afli er bíllinn undir 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 330 km/klst. Um það bil helmingur kaupenda þessara 500 bíla hafa aldrei átt McLaren bíl áður en hinn helmingurinn eru núverandi eða fyrrverandi eigendur af MacLaren 650S, P1 eða 12C. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
McLaren sýndi þennan 675LT bíl á bílasýningunni í Genf fyrir tveimur mánuðum og sagði í leiðinni að aðeins yrði framleiddir 500 slíkir bílar. Þeir eru nú allir uppseldir. Ekki virðist því skortur á efnuðum kaupendum ofurbíla sem fyrr. McLaren 675LT er lengri og öflugri útgáfa af McLaren 650S bílnum og kostar 54 milljónir króna. Hann er með 3,8 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og 666 hestöfl. Með öllu þessu afli er bíllinn undir 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 330 km/klst. Um það bil helmingur kaupenda þessara 500 bíla hafa aldrei átt McLaren bíl áður en hinn helmingurinn eru núverandi eða fyrrverandi eigendur af MacLaren 650S, P1 eða 12C.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent