Toyota og Mazda auka samstarfið Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 09:24 Toyota RAV4 verður ef til vill brátt með SkyActive vél frá Mazda. Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent
Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent