Toyota hagnaðist um 2.400 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 11:20 Forstjóri Toyota greinir frá góðum árangri fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent
Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent