Toyota hagnaðist um 2.400 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 11:20 Forstjóri Toyota greinir frá góðum árangri fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent
Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent