Skattaívilnanir rafmagnsbíla renna út í Noregi árið 2017 Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 10:05 Tesla Model S er vinsæll í Noregi og var á tímabili mest selda bílgerðin. Í Noregi eru einu mestu skattaívilnanir sem þekkjast við kaup á rafmagnsbílum. Það sem af er liðið ári er einn af hverjum fimm nýjum bílum sem keyptir hafa verið þar rafmagnsbílar og er heildarmagn þeirra nú orðið yfir 50.000. Eru rafmagnsbílar nú 2% af heildarbílaflota Norðmanna. Þessi miklu kaup Norðmanna á rafmagnsbílum á undanförnum árum hefur valdið því að norska ríkið hefur orðið af 2 milljónum norskra króna í sköttum, eða 35,5 milljörðum króna. Í því ljósi eru norsk yfirvöld að íhuga að draga verulega úr þessum skattaívilnunum frá og með árinu 2017, en þegar þessar ívilnanir voru kynntar var lofað að þær myndu gilda til þess árs. Breytingarnar gætu verið fólgnar í því að viðhalda ívilnunum á minni rafmagnsbílum en minnka þær vegna stórra lúxusrafmagnsbíla eins og Tesla Model S. Sá bíll var á tímabili mest seldi bíllinn í Noregi og hefur það sviðið norskum yfirvöldum að kaupendur slíkra bíla njóti svo mikilla fríðinda og það hafi ekki verið meiningin með tilkomu ívilnanna. Í Noregi seldust þriðjungur þeirra rafmagnsbíla sem seldust í Evrópu í fyrra. Þá voru 13% allra seldra bíla rafmagnsbílar, en 19% það sem af er þessu ári. Meiningin er að afnema þessar ívilnanir í áföngum. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent
Í Noregi eru einu mestu skattaívilnanir sem þekkjast við kaup á rafmagnsbílum. Það sem af er liðið ári er einn af hverjum fimm nýjum bílum sem keyptir hafa verið þar rafmagnsbílar og er heildarmagn þeirra nú orðið yfir 50.000. Eru rafmagnsbílar nú 2% af heildarbílaflota Norðmanna. Þessi miklu kaup Norðmanna á rafmagnsbílum á undanförnum árum hefur valdið því að norska ríkið hefur orðið af 2 milljónum norskra króna í sköttum, eða 35,5 milljörðum króna. Í því ljósi eru norsk yfirvöld að íhuga að draga verulega úr þessum skattaívilnunum frá og með árinu 2017, en þegar þessar ívilnanir voru kynntar var lofað að þær myndu gilda til þess árs. Breytingarnar gætu verið fólgnar í því að viðhalda ívilnunum á minni rafmagnsbílum en minnka þær vegna stórra lúxusrafmagnsbíla eins og Tesla Model S. Sá bíll var á tímabili mest seldi bíllinn í Noregi og hefur það sviðið norskum yfirvöldum að kaupendur slíkra bíla njóti svo mikilla fríðinda og það hafi ekki verið meiningin með tilkomu ívilnanna. Í Noregi seldust þriðjungur þeirra rafmagnsbíla sem seldust í Evrópu í fyrra. Þá voru 13% allra seldra bíla rafmagnsbílar, en 19% það sem af er þessu ári. Meiningin er að afnema þessar ívilnanir í áföngum.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent