Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS eru nú einungis tveimur kílómetrum frá fornu borginni Palmyra í Sýrlandi, einni af merkustu minjum Miðausturlanda.
ISIS-liðar hafa unnið skipulega að því að eyðileggja fornminjar á þeim svæðum þar sem samtökin hafa sótt fram.
Í síðasta mánuði birtu samtökin myndbönd af því þegar þeir sprengdu fornu borgina Nimrud í sundur. Þar að auki hafa ISIS-liðar keyrt yfir staði með mikilvægar fornminjar með jarðýtum.
Palmyra er að finna um 200 kílómetrum norðaustur af sýrlensku höfuðborginni Damaskus.
Palmyra er eldri en Nimrud og var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO.
