Maradona: FIFA er eins og spillt mafía og Blatter er rotta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 16:45 Diego Maradona Vísir/Getty Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi. FIFA Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Diego Maradona er langt frá því að vera aðdáandi Sepp Blatter, forseta FIFA, og þessi knattspyrnugoðsögn lét yfirmann fótboltaheimsins heldur betur heyra það í nýju viðtali á CNN. Sepp Blatter sækist eftir sínu fimmta kjörtímabili sem forseti FIFA en kosið er um forsetastólinn í lok mánaðarins. Blatter er orðinn 79 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá 1998. „Við erum að tala fallegustu og ástríðufyllstu íþrótt í heimi og við erum að tala um að maðurinn sem stjórnar öllu er frystiklefi. Maður sem sem væri best geymdur inn í klaka," sagði Diego Maradona í viðtali við Becky Anderson á CNN. „Ég bið til guðs og móður minnar í himnaríki að ég fái einhvern tímann tækifærið til að koma þessum manni út úr FIFA og gefa fólkinu það sem það á skilið," sagði Maradona. Diego Maradona styður framboð jórdanska prinsins Ali Bin Al Hussein sem er annar varaforseti FIFA í dag. „Ég vil fá gegnsæi. Rottur komast inn allstaðar í heiminum og ein slík er forseti FIFA," sagði Maradona og talaði líka um FIFA sem spillta mafíu. „Ég vil binda enda á þessa spilltu samninga innan FIFA," sagði Diego Maradona en það má finna meira um viðtalið hér. FIFA og Sepp Blatter hafa mátt þola mikla gagnrýni ekki síst eftir að Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Það lítur út fyrir að það sé ekki allt sem sýnist hjá ríkasta og stærsta sambandi í heimi.
FIFA Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira