„Allt klárt fyrir fyrsta heimaleik. Tók þónokkurn tíma að setja upp aukabúnaðinn vegna komu Ghettoliðsins,“ sagði í tísti frá Stjörnunni.
Því fylgdi mynd af vopnaleitarhliði sem Breiðhyltingum fannst ekkert sérstaklega sniðugt.
Magnús Guðmundsson, einn dyggasti stuðningsmaður Leiknis, svaraði Stjörnunni á Twitter og sagði: „Snobbhænsnin í Garðabæ strax byrjuð með ósmekklega brandara,“ og bætti við kassmerkjunum ófaglegt og barnalegt.
Allt klárt fyrir fyrsta heimaleik. Tók þónokkurn tíma að setja upp aukabúnaðinn vegna koma Ghettoliðsins #fotboltinetpic.twitter.com/5yaZIn638d
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) May 16, 2015
„Bara smá brandari byggður á Ghetto-gríninu. Biðjum þá sem móðguðust afsökunnar,“ skrifa Stjörnumenn.
„Upprunaleg færsla endurspeglar engan veginn það hugarfar sem Stjarnan hefur í gaðr mótherja sinna. Við bjóðum Leiknismenn og þeirra flottu stuðningsmenn velkomna í Garðabæinn,“ segir Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi.
Ekki illa meint @LeiknirRvkFC og @Leiknisljonin bara smá brandari byggður á Ghetto-gríninu. Biðjum þá sem móðguðust afsökunnar #fotboltinet
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) May 17, 2015
„Við hlóum af okkur skottið þegar við sáum þetta,“ segja ljónin á Twitter-síðu sinni.
Leikur liðanna hefst á Samsung-vellinum klukkan 19.15.
@FCStjarnan @LeiknirRvkFC minnsta málið, við hlóum af okkur skottið þegar við sáum þetta #húmor #fótbolti #afvopnaðir
— Leiknisljónin (@Leiknisljonin) May 17, 2015