Tyson hraunar yfir Mayweather: Hann er lítill maður og veruleikafirrtur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 23:15 Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira