Rory McIlroy sigraði á heimsmótinu í holukeppni 4. maí 2015 10:00 Rory hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. Getty Rory McIlroy sigraði í gær á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en hann lagði Bandaríkjamanninn Gary Woodland af velli í úrslitaleiknum. McIlroy hafði tvisvar þurft að fara í bráðabana til þess að komast áfram í mótinu, á móti Billy Horschel og Paul Casey, en það þurfti ekki í úrslitaleiknum þar sem hann náði forystunni snemma og lét hana aldrei af hendi. Þetta er annað mótið í ár sem McIlroy vinnur og það fyrsta á PGA-mótaröðinni en hann var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég spilaði mjög stöðugt golf allt mótið og gaf lítil færi á mér. Mér tókst alltaf að koma til baka þegar að einhver sótti að mér og ég gæti ekki verið ánægðari með sigurinn, þetta er í annað sinn sem ég vinn á heimsmóti í golfi og það er alltaf sérstakt." Fyrir sigurinn fékk McIlroy rúmlega 190 milljónir króna en Woodland sem þurfti að sætta sig við annað sætið getur huggað sig við rúmlega 120 milljóna króna verðlaunafé sem verður að teljast ágætt fyrir fimm daga vinnu. Englendingurinn Danny Willett tryggði sér þriðja sætið með því að sigra Jim Furyk í spennandi leik en fyrir það fékk hann 85 milljón krónur sem ætti að tryggja honum þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í náinni framtíð. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði í gær á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en hann lagði Bandaríkjamanninn Gary Woodland af velli í úrslitaleiknum. McIlroy hafði tvisvar þurft að fara í bráðabana til þess að komast áfram í mótinu, á móti Billy Horschel og Paul Casey, en það þurfti ekki í úrslitaleiknum þar sem hann náði forystunni snemma og lét hana aldrei af hendi. Þetta er annað mótið í ár sem McIlroy vinnur og það fyrsta á PGA-mótaröðinni en hann var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég spilaði mjög stöðugt golf allt mótið og gaf lítil færi á mér. Mér tókst alltaf að koma til baka þegar að einhver sótti að mér og ég gæti ekki verið ánægðari með sigurinn, þetta er í annað sinn sem ég vinn á heimsmóti í golfi og það er alltaf sérstakt." Fyrir sigurinn fékk McIlroy rúmlega 190 milljónir króna en Woodland sem þurfti að sætta sig við annað sætið getur huggað sig við rúmlega 120 milljóna króna verðlaunafé sem verður að teljast ágætt fyrir fimm daga vinnu. Englendingurinn Danny Willett tryggði sér þriðja sætið með því að sigra Jim Furyk í spennandi leik en fyrir það fékk hann 85 milljón krónur sem ætti að tryggja honum þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í náinni framtíð.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira