Eiður Smári: Væri eins og ég skrifaði handritið sjálfur ljúki ég ferlinum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 08:30 Eiður Smári spilaði stórvel með Bolton. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, átti enn einn stórleikinn á Bretlandseyjum í gær, en að þessu sinni utan vallar. Eiður var fenginn sem sérfræðingur Sky Sports á leik Chelsea og Crystal Palace um helgina þar sem lærisveinar José Mourinho tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn. Eiður hefur áður verið sérfræðingur og Sky og fengið mikið lof fyrir. Eftir útsendinguna ræddi hann við Ed Chamberlain, íþróttafréttamann Sky Sports, um Chelsea-liðið og sinn eigin feril, en Eiður vann auðvitað tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea. „Tilfinning í kringum liðið er sú sama og þegar ég var hérna,“ sagði hann er hann horfði á sína fyrrverandi liðsfélaga fagna Englandsmeistaratitlinum. „Meira að segja sumir leikmannanna sem spiluðu þegar ég var hérna eru enn hluti af liðinu sem er frábært. Ég sé John Terry og Didier Drogba fagna. Svo er Petr Cech hérna og auðvitað José. Ég verð að viðurkenna þetta vekur upp gamlar og góðar minningar.“ „Þegar maður er að spila og maður er enn hjá félaginu áttar maður sig ekki á hvað þetta þýðir allt saman. Þegar maður yfirgefur félagið áttar maður sig á að það verður að halda í minningarnar,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.vísir/gettyEiður Smári samdi við Bolton seint á síðasta ári og fór á kostum með liðinu í B-deildinni. Það vill semja við hann aftur. Dvöl hans hjá Bolton varð til þess að Eiður Smári sneri aftur í íslenska landsliðið, en hann skoraði í endurkomuleik sínum gegn Kasakstan í lok mars. „Ég gjörsamlega elska að vera kominn aftur. Ég sneri aftur fyrir mánuði síðan og það fékk mig til að átta mig á að maður fær bara einn fótboltaferil. Það er eins gott að njóta hans eins lengi og hægt er.“ „Ég er í líkamlega góðu standi og ekkert meiddur. Á meðan ég get stundað fótbolta ætla ég að gera það eins lengi og ég get.“Eiður Smári skoraði gegn Kasakstan.vísir/apEiður lofsamar íslenska landsliðið og segir það eina helstu ástæðu þess að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. „Það veitti mér mikla ánægju að snúa aftur í landsliðið og við erum í góðri stöðu með að tryggja okkur farseðilinn á EM. Það er gulrót fyrir mig til að halda áfram,“ segir Eiður Smári. „Við vorum svo nálægt því að komast á HM en töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu. Þetta er það eina ég á eftir að upplifa á mínum ferli.“ „Ísland hefur aldrei komist á stórmót þannig að vera hluti af því og enda ferilinn á þeim nótunum væri eins og ég hefði skrifað handritið sjálfur,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.listen to 'Super Sunday - Ed Chamberlin's audio blog' on audioBoom
Enski boltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45 Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Ein manneskja sem sagði að ég gæti ekki spilað tvisvar í viku John Terry, varnarmaður Chelsea, sendi Rafael Benitez, fyrrum stjóra Chelsea, tóninn þegar hann var tekinn að tali þegar ljóst var að Chelsea tryggði sér enska deildarmeistaratitilinn. 3. maí 2015 14:45
Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn Chelsea tryggði sér sinn fyrsta deildarmeistaratitilinn síðan 2010 með sigri á Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. 3. maí 2015 14:15