Dómararnir Glenn Feldmann, Burt Clements og Dave Moretti úrskurðuðu allir Mayweather sigurinn aðfaranótt sunudags en á skorkortinu sést að kappinn sem barðist úr rauða horninu vann bardagann.
Manny Pacquiao var í rauða horninu í bardaganum og vann hann samkvæmt skorkorti dómaranna. Líklegast er um mannleg mistök að ræða en áhugamenn um góðar samsæriskenningar hafa látið í sér heyra í netheimum síðan þetta kom í ljós.
Neðst á kortinu stendur að Mayweather hafi unnið með einróma úrskurði dómara, en allir þrír notuðu rangan dálk til að gefa stig á meðan bardaganum stóð.
Evander Holyfield, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, er einn þeirra sem efast um úrskurð dómaranna, en hann sagði í viðtali eftir bardagann að Pacquiao hefði unnið.
Hér að neðan má sjá skorkort dómaranna og dæmi þess að Pacquiao var í rauða horninu. Úrslitunum verður þó ekki breytt úr þessu, enda líklega engin ástæða til.
Fight of the century? Scam of the century.
(Pacquiao is in red corner and Mayweather in the blue; reversed scores) pic.twitter.com/KaYlGeAgmV
— Muhammad Syafiee (@OperationSyaf) May 3, 2015